Sleepover og DansKompaníleikarnir 2017!

Posted on 27 09, 2017

Sleepover og DansKompaníleikarnir 2017!

Um helgina ætlum við að hrista hópinn vel saman og setja flotta stemmingu í hópinn fyrir veturinn.

Föstudaginn 29.september verður C-Sleepover! Mæting kl.20:00 upp í DansKompaní, hafa pizzapartí, DansKompaní leikana, kvöldvöku og skemmtilegheit. Náttfatapartíinu lýkur kl.10:00 á laugardaginn.

Laugardaginn 30.september verður D- og Strákahópur 1 Sleepover: Mæting kl.20:00 upp í DansKompaní, hafa pizzapartí, DansKompaní leikana, kvöldvöku og skemmtilegheit. Náttfatapartíinu lýkur kl.10:00 á sunnudaginn.

 

Nemendur þurfa að koma með eftirfarandi með sér:

 

  • Kr.3.500 (f.pizzu, drykk, köku, ýmsa hluti í DansKompaníleikana, morgunmat og starfsmenn á staðnum).

 

  • Náttföt, tannbursta/tannkrem, nammi (ef vill), snakk (ef vill), gos (ef vill, ATH allir mæta með lokaða flösku eða brúsa).

 

  • Dýnu (og pumpu ef þarf), kodda og svefnpoka.

 

Hóparnir mæta í þeim þemalitum sem kennari og hópur ákveða saman í vikunni.

 

Koma þarf með peninginn í sleepover-ið (við erum ekki með posa) – þetta verður svaka gaman 🙂