Fréttir

Þaðsem er í þessum category birtist í slider á forsíðu.

Við höfum opnað fyrir nýskráningar!

Posted on 11 12, 2017

Við höfum opnað fyrir nýskráningar!

Þann 5.desember sl. opnuðum við fyrir nýskráningar! Nemendur sem voru á biðlista á haustönn 2017 þurfa ekki að skrá sig aftur, þið haldið ykkar plássi nema okkur berist tilkynning um annað. Nemendur sem voru á haustönn 2017 þurfa heldu ekki að skrá sig aftur, skráningin færist yfir á vorönn nema okkur berist tilkynning um annað. Kynntu þér dansnámið okkar og verðskrá hér ! Skráðu þig hér !

Read More

Jólasýning 2017

Posted on 29 11, 2017

Jólasýning 2017

Okkar árlega jólasýning verður haldin helgina 2.-3. desember og verður eins og áður haldin í okkar fína húsnæði á Smiðjuvöllum. Settir verða áhorfendabekkir svo að allir sjái vel eins og alltaf. Sem fyrr býður DansKompaní öllum frítt á jólasýninguna! Við hvetjum nemendur til að fá sem flesta á sína sýningu og skal því ekki hika að bjóða foreldrum, vinum, systkinum, ömmum og öfum o.s.frv. Einnig er þetta frábært tækifæri fyrir áhugasama að kíkja á starfsemina hjá okkur (passið bara að kíkja á þann hóp sem hentar væntanlegum nemanda – getið bjallað í okkur fyrir nánari upplýsingar). *Ath! Nemendur eiga að mæta 15 mín. fyrir sína sýningu. *Ath! Hver sýning mun  byrja á...

Read More

STÓRA MYNDATÖKUDEGINUM AFLÝST

Posted on 5 11, 2017

STÓRA MYNDATÖKUDEGINUM AFLÝST

Við neyðumst því miður til að aflýsa Stóra myndatökudeginum vegna veðurs.   Dagurinn verður haldinn sunndaginn 12.nóvember með sömu tímasetningum.   Látið orðið endilega berast svo að enginn fari...

Read More

Vetrarfrí 23.-25.október

Posted on 21 10, 2017

Vetrarfrí 23.-25.október

Vetrarfrí verður í DansKompaní frá og með 23.-25.október. Kennsla hefst aftur skv.stundaskrá fimmtudaginn 26.október. Við minnum að að það er tími hjá B5 laugardaginn 21.október en það er ekki Söngur MT. Söngur MT er á eftirfarandi laugardögum: 7.okt kl.15-16 14.okt.kl.15-17 28.okt  kl.15-17 4.nóv kl.15-17 11.nóv kl.15-17 25.nóv kl.15-17 Hlökkum til að hitta ykkur þann 26. október og setja jólasýningarundirbúning í 5.gír!

Read More

Fjölskylduvika 9.-13.október!

Posted on 6 10, 2017

Fjölskylduvika 9.-13.október!

Það er komið að fjölskylduviku haustannar en þá eru forráðamenn, systkini, ömmur, afar, frændur og frænkur hvattir til þess að horfa á tíma hjá nemendum (og jafnvel dansa smá með ef vill). Þetta er góð æfing fyrir nemendur að fá að sýna fyrir áhorfendum, auk þess er þetta skemmtilegt tækifæri til að fylgjast með kennslu og sjá það sem við höfum verið að gera í september og byrjun október! Fjölskyldutímarnar verða eftirfarandi á haustönn 2017 Mánudagurinn 9.október C3 – Kl.15-16 C2 – Kl.16-17 D2 – Kl.17-18 D1 – Kl.18-19 Dansrækt – Kl.19:30-20:30 (hér hefur t.d. verið vinsælt að taka barn/börnin sitt/sín með sér í danstíma) Þriðjudagurinn 10.október B1 – Kl.15-16...

Read More

Ricky Jinks í DansKompaní!

Posted on 2 10, 2017

Ricky Jinks í DansKompaní!

Danshöfundurinn Ricky Jinks mun kenna hóp E1 og E-lítuhóp í dag kl.19:15-21:15. Ricky Jinks er einn eftirsóttasti danshöfundur Bretalandseyja en hann kennir m.a. í Pineapple Dance Studios!   Við erum ekkert smá spennt að fá þennan snilling til okkar í kvöld!

Read More