Eldri fréttir

Miðasalan í DansKompaní í dag, fimmtudag

Posted on 3 05, 2018

Miðasalan í DansKompaní í dag, fimmtudag

Við minnum á að miðasalan verður í afgreiðslu DansKompaní í dag en ekki í Andrews Theatre eins og áður var auglýst. Það er nánast uppselt á sýninguna kl.13 og hvetjum við því foreldra í A og B hópum sem ekki hafa tryggt sér miða að gera það sem allra fyrst. Afgreiðslan er opin kl.14-18. Föstudaginn 4.maí verður rennsli með öllum nemendum í Andrews Theatre og verður þ.a.l. engin miðasala þann daginn.

Read More

Allar upplýsingar fyrir Vorsýninguna

Posted on 25 04, 2018

Allar upplýsingar fyrir Vorsýninguna

Á vorsýningunni í ár munu nemendur DansKompaní sýna stórskemmtileg dansatriði ! Í ár verður sýningin Konungur Ljónanna sett upp! Nemendur hafa unnið hörðum höndum að því að gera sýninguna sem flottasta og hlakkar okkur til að sjá þig í dansgleðinni með okkur! Eins og áður verður þetta einstaklega fjölbreytt danssýning þar sem , jazzballett, hip-hop, street jazz, ballett og contemporary verða meðal annars á sviðinu – FRÁBÆR SKEMMTUN! Fjöldi kennara með fjölbreytta danssköpun koma að sýningunni en það eru Helga Ásta Ólafsdóttir, Auður B.Snorradóttir,  Laufey Soffía Pétursdóttir,  Díana Dröfn Benediktsdóttir, Ingibjörg Sól Guðmundsdóttir, Elma Rún Kristinsdóttir, Júlía Mjöll Jensdóttir. Aðstoðarkennarar eru og Lovísa Kristín Þórðardóttir, Margrét Ír Jónsdóttir og Guðbjörg Telma Þorvaldsdóttir 30 atriði eru á dagskránni (ca.90 mín) og eru þátttakendur allt frá 4 ára uppí 25 ára. – Laugardaginn 5.maí 2018 – Andrew’s Theatre – Sýning 1 kl.13 – Sýning 2 kl.16:30 – Miðasala hefst 30.apríl í móttöku DansKompaní og verður selt í merkt sæti. Miðsalan verður eftirfarandi: — Mánudaginn 30.apríl í DansKompaní milli kl.14-18 — Þriðjudaginn 1.maí í DansKompaní milli kl.14-18 — Miðvikudaginn 2.maí í Andrews Theatre milli kl.14-18 — Fimmtudaginn 3.maí í DansKompaní milli kl.14-18 —– Við minnum á að posinn okkar getur verið afar leiðinlegur og gengur afgreiðsla því mun hraðar ef greitt er með pening Miðaverð er kr.2.900 fyrir fullorðna, en kr.1.000 fyrir 12 ára og yngri (’06) Allir velkomnir á sýninguna  Innri upplýsingar fyrir dansnemendur og forráðamenn DansKompaní Smiðjuvöllum 5, RNB. s.773 7973 (mán-fim kl.14-18) danskompani@danskompani.is www.danskompani.is...

Read More

DansPartý Reisuhóps!

Posted on 18 04, 2018

DansPartý Reisuhóps!

Nemendur í Reisuhóp DansKompaní ætla að halda hið árlega Danspartý á morgun! Hópurinn ætlar að kenna Dans ársins sem verður svo tekinn upp! 🙂 Endilega mætið og styrkið þennan flotta hóp sem heldur til New York í enda maí !   Aðgangseyrir...

Read More

Valtímar færðir nær vorsýningu

Posted on 16 02, 2018

Valtímar færðir nær vorsýningu

B-Street, C-Street, D-Street og D-FemaleFunk verða færðir nær vorsýningu og verður því ekki kenndir föstudaginn 16.febrúar. Valtímar eru 11 talsins yfir önnina, óháð lengd annar, og færum við því 1-2 tíma á önn nær vorsýninu 🙂 Góða helgi!

Read More

Frí fyrir B og C hópa á öskudag

Posted on 14 02, 2018

Frí fyrir B og C hópa á öskudag

Minnum á að B og C hópar fá frí í dag, öskudag!:) Við tökum samt á móti söngfuglum milli kl.14-18!

Read More

Rosina Andrews í DansKompaní!

Posted on 7 02, 2018

Rosina Andrews í DansKompaní!

Við í DansKompaní erum einstaklega heppin að fá til okkar hina víðsfrægu Rosinu Andrews! Rosina er einn þekktasti danskennari Englands, stofnandi The Rosina Andrews Method og höfundur metsölubókanna Pirouette Surgery og Leap Surgery. Verk hennar hafa unnið til fjölda verðlauna og nemendur hennar margfaldir Englands-og Evrópumeistarar í dansi. Undanfarin ár hefur Rosina haldið workshop í fjölda dansskóla um allan heim ásamt því að halda uppi mjög vinsælum sumarskóla fyrir bestu dansara Evrópu. Það er því mikill heiður fyrir okkur að hún skuli nú koma aftur til Íslands að deila vitneskju sinni með okkur! Helgina 17.-18. febrúar mun Rosina halda tveggja daga intensive dansnámskeið ásamt eiginmanni sínum, einkaþjálfaranum Sam Downing og aðstoðarmanni þeirra, hinum 16 ára gamla Rory Fraser. Á námskeiðinu verður farið í Jazztækni (með sérstakri áherslu á Pirouette-a og Stökk) ásamt því að kenndir verða fjölbreyttir teygju-og styrktartímar, nútímadans og svo auðvitað skemmtilegar rútínur! Allar nánari upplýsingar ásamt skráningu má finna...

Read More