Dansnám strákar

Á sýningu á Ljósanótt

Veturinn 2017-2018

Vegna mikillar eftirspurnar ætlum við að bjóða upp á tvo strákahópa í vetur, yngri og eldri hóp. Yngri hópurinn er fyrir stráka fædda 2007-2011 og sá eldri fyrir stráka fædda 2002-2006.

Frá janúar 2010-september 2014 vorum við verið með fasta kennslu í breikdansi yfir veturinn og hafa margir strákar notið frábærrar kennslu hjá Leifi Eiríkssyni, Nicholas Fishleigh, Kristófer Aroni Garcia, Jón Axel Jónassyni og Andra Frey Baldvinssyni.

Á haustönn 2015 var mikill fjöldi stráka sem sótti um dansnám hjá DansKompaní. Við ákváðum því að stofna Strákahóp í janúar 2016 þar sem áherslan verður á Street Dans. Strákunum býðst að sjálfsögðu að taka valtíma með dansnáminu. Sjá stundaskrá hér

Skráning er nú opin í Strákahópana fyrir dansárið 2017-2018

 

Samantekt á dansframboði fyrir strákana veturinn 2017-2018
  • Taka þátt í almenna dansnáminu okkar
  • Æfa í Strákahóp
  • Strákar sem æfa í Strákahóp geta að auki tekið valtíma. Við bjóðum m.a. uppá Street Dance, DansFever og margt fleira. Kynntu þér valtímana okkar hér
  • Æfa á frjálsri æfingu, þ.e. 1-2x í viku tökum við salinn frá og er framhaldsstrákunum okkar velkomið að nýta salinn til að æfa sig án kennara

Skráning er hér

Verðskrá hér (neðst á síðunni)

Fyrirspurnir skal senda á danskompani@danskompani.is