Dansnám

Veturinn 2017-2018

 

Dansnám banner

 

Dansnám hjá DansKompaní er fyrir 4-20+ ára sem skiptist í tvær annir, haustönn frá sep-des og vorönn frá jan-maí. Nemendur í skólanum taka þátt í a.m.k. tveimur sýningum yfir árið og er dansþjálfun markviss og ætluð sem góður undirbúningur fyrir frekara dansnám í framtíðinni.

Nemendur læra ýmsa dansstíla og tryggir framsetning námsins að hver nemandi geti valið sér þann dansstíl sem höfðar mest til nemandans. Allir æfa 2x í viku jazztækni og jazzdans og er það grunnurinn hjá DansKompaní. Hver nemandi getur þar að auki skráð sig í valtíma (11 tímar) eftir áhugasviði hvers og eins. Við hvetjum að sjálfsögðu nemendur til að taka sem flesta valtíma því kjarnamarkmið okkar er að móta og þjálfa upp fjölhæfa dansara – dansara sem veigrar sér ekki við að taka klassískan ballett eða rjúka í street skónna og taka hip hop dans eins og enginn sé morgundagurinn. Hjá DansKompaní er dansgleði og metnaður í fyrirrúmi. (Dansnám strákar, nánar um strákadans)

A hópar: 1x í viku, 45 mín, 4-5 ára ('12-'13)

A hópur er grunnbraut/forskóli DansKompaní og frábær undirbúningur fyrir nám í B hóp. Lögð er mikil áhersla á grunntækniatriði og dansgleði. Nemendur munu læra skemmtilega dansa á sama tíma og allir munu læra að tileinka sér vönduð og öguð vinnubrögð.

B hópar: 2-4x í viku, 60 mín, 6-9 ára ('08-'11)

Nemendur í B hópum vinna áfram með grunntækniatriði ásamt því að læra ýmsar útgáfur af hringjum, stökkum og flóknari dansæfingum. B hópur lærir fyrst og fremst jazzdansa við fjölbreytta tónlist. Allir B hópar eru með 2 fasta tíma á viku.

 • Valtími í boði fyrir nemendur í B hópum:
  • Street tími, 60 mín Til að auka við fjölbreytnina og þjálfa upp fjölhæfni dansnemendanna þá bjóðum við upp á street sem valtíma þar sem hip hop er tekið fyrir ásamt því að gestakennarar koma við með house og annað skemmtilegt. Street dance er regnhlífarhugtak yfir alla þá dansstíla sem byrjuðu á götunni, t.d. hip hop, house, breik, locking, popping o.fl. 

C hópar: 2-7x í viku, 60-75 mín, 10-12 ára ('05-'07)

Nám í C hóp byggir á grunntækniæfingum, miklum hornæfingum og dansi. Nemendur í C hóp eru komnir með aldur til að tileinka sér fjölbreyttari dansstíla og auk þess að læra jazz dansa verða á dagskránni: lyrical jazz, hip hop og street jazz. Allir C hópar eru með 2 fasta tíma á viku en geta bætt við sig neðangreindum tímum að vild.

 • Valtímar í boði fyrir C-hópa (hægt er að velja einn eða fleiri):
  • Liðleiki, 60 mín  Langar þig að komast í spíkat? Vilt þú ná að klóra þér í eyranu með fætinum? Þá er þetta tíminn fyrir þig! Þessir tímar eru búnir að vera vinsælir hjá okkur í mörg ár!  Í þessum tíma verður hitað vel upp og verður svo áherslan lögð á splitt, spíkat og baksveigju. Það er minni hætta á meiðslum ef að dansarar (og íþróttafólk almennt) tekur sér góðan tíma í að teygja.
  •  Street tími, 60 mín Til að auka við fjölbreytnina og þjálfa upp fjölhæfni dansnemendanna þá bjóðum við upp á street sem valtíma þar sem hip hop er tekið fyrir ásamt því að gestakennarar koma við með house og annað skemmtilegt.
  • DansFever, 60 mín Hér er lögð áhersla á að dansa og vinna í sviðsframkomu, ákveðnari líkamsbeitingu, sjálfsöryggi og útgeislun á sviði. Þessir tímar eru frábærir fyrir dansþyrsta nemendur, því að þetta eru 100% danstímar! Tekin er stutt upphitun (c.a. 10 mín.) og svo er bara dansað eftir það. 
  • Ballett, 60 mín Klassískur ballett er nauðsynlegur fyrir þá sem vilja ná góðri undir stöðu í nánast öllum dansstílum. Nemendur verða kynntir fyrir orðaforða klassíska ballettsins og þeim kennt að nota hann við útfærslur o.fl. Farið er í líkamsstöðu, samhæfingu hreyfingar og tónlistar, líkamsbeitingu og æfðar verða mismunandi áttir. Markmið timana er að nemendur kynnist grunni klassíska ballettsins auk þess að bæta kraft í stökkum, gera uppbyggilegar tækniæfingar, auka sjálfsaga og þróa með sér dansgleði.
  • Leiklist, 60 mín Leikistin er nýjung hjá okkur og er frábær viðbót við dansinn! Hér ætlum við út fyrir kassann og mælum við með þessum tímum fyrir ALLA DANSARA. Þessi tími hefur slegið rækilega í gegn hjá okkur og verður alltaf vinsælli með hverri önninni sem líður.
  • Söngur, 60 mín Í þessum tímum verður farið í allskonar skemmtilegar takt- og söngæfingar ásamt því að nemendur fá tækifæri til að kynnast og syngja lög úr þekktum söngleikjum!Einnig vinnum við að því hvort hægt sé að syngja og gera hreyfingar á sama tíma, en það er mjög mikilvægt ef nemendur hafa hug á að vinna í söngleikjum í framtíðinni!

D hópar: 2-9x í viku, 60-75 mín, 13-15 ára ('02-'04)

D hópur vinnur í grunntækniatriðum en í flóknari útsetningu en hjá yngri hópunum. Ásamt því að vinna hringjaæfingar og stökk úr horni fá nemendur meiri styrktaræfingar en áður til þess að geta framkvæmt skemmtilegri æfingar og dansspor. Ýmsir dansstílar verða kenndir við skemmtilegustu tónlistina hverju sinni. Allir D hópar eru með 2 fasta tíma á viku  en geta bætt við sig neðangreindum tímum að vild.

 • Valtímar í boði fyrir D-hópa (hægt er að velja einn eða fleiri):
  • Liðleiki  Langar þig að komast í spíkat? Vilt þú ná að klóra þér í eyranu með fætinum? Þá er þetta tíminn fyrir þig! Þessir tímar eru búnir að vera vinsælir hjá okkur í mörg ár! Í þessum tíma verður hitað vel upp og verður svo áherslan lögð á splitt, spíkat og baksveigju. Það er minni hætta á meiðslum ef að dansarar (og íþróttafólk almennt) tekur sér góðan tíma í að teygja.
  •  Street tími, 60 mín Til að auka við fjölbreytnina og þjálfa upp fjölhæfni dansnemendanna þá bjóðum við upp á street sem valtíma þar sem hip hop er tekið fyrir ásamt því að gestakennarar koma við með house og annað skemmtilegt.
  • DansFever, 60 mín Hér er lögð áhersla á að dansa og vinna í sviðsframkomu, ákveðnari líkamsbeitingu, sjálfsöryggi og útgeislun á sviði. Þessir tímar eru frábærir fyrir dansþyrsta nemendur, því að þetta eru 100% danstímar! Tekin er stutt upphitun (c.a. 10 mín.) og svo er bara dansað eftir það. 
  • Ballett, 60 mín Klassískur ballett er nauðsynlegur fyrir þá sem vilja ná góðri undir stöðu í nánast öllum dansstílum. Nemendur verða kynntir fyrir orðaforða klassíska ballettsins og þeim kennt að nota hann við útfærslur o.fl. Farið er í líkamsstöðu, samhæfingu hreyfingar og tónlistar, líkamsbeitingu og æfðar verða mismunandi áttir. Markmið timana er að nemendur kynnist grunni klassíska ballettsins auk þess að bæta kraft í stökkum, gera uppbyggilegar tækniæfingar, auka sjálfsaga og þróa með sér dansgleði.
  • Contemporary, 75 mín Þessir tímar eru frábærir fyrir þá sem vilja bæta danstækni sýna og þá sérstaklega gólf tækni. Öðruvísi tímar sem hafa verið mjög vinsælir hjá okkur seinustu ár. Við vinnum með floorwork, snerpu, flæði og spuna.  Tæknin byggir á mikilvægi öndunar í hreyfingu, sterkri miðju, stöðugu baki og efri líkama og notkun contraction and release sem hvata hreyfinga. Lögð er áhersla á að nemendur þjálfi upp sterkan og stæltan líkama jafnframt því að þroska sköpunargáfu sína. Æðislegir tímar!
  • FimFit, 60 mín   Hér verðu sko svitnað! Þetta er tími fyrir alla sem vilja bæta þol og styrk. Nemendur gera krefjandi og skemmtilegar styrktar og þrekæfingar sem hjálpa mikið þegar kemur að dansinum.
  • Female Funk, 60 mín Þetta eru algjörir skvísu tímar! Tímarnir verða byggðir upp á commercial dansstílnum og verða kenndar skemmtilegar rútínur í anda Beyoncé. Unnið að karakter, sviðsframkomu, réttri skilgreiningu á dansstílnum og sjálfsöryggi. Tímar sem engin skvísa má láta framhjá sér fara! 
  • Leiklist, 60 mín Leikistin er nýjung hjá okkur og er frábær viðbót við dansinn! Hér ætlum við út fyrir kassann og mælum við með þessum tímum fyrir ALLA DANSARA. Þessi tími hefur slegið rækilega í gegn hjá okkur og verður alltaf vinsælli með hverri önninni sem líður.
  • Söngur, 60 mín Í þessum tímum verður farið í allskonar skemmtilegar takt- og söngæfingar ásamt því að nemendur fá tækifæri til að kynnast og syngja lög úr þekktum söngleikjum!Einnig vinnum við að því hvort hægt sé að syngja og gera hreyfingar á sama tíma, en það er mjög mikilvægt ef nemendur hafa hug á að vinna í söngleikjum í framtíðinni!

Elstu nemendur í D hópum* taka árlega þátt í sumardansferð og var til dæmis farið til London 2011, 2012 og 2014, Malmö 2016 en til New York 2013 og 2015. Þetta felur í sér mikla fjáröflun og taka nemendur þátt í ýmsum danssýningum og fleiru til að safna fyrir ferðinni. (*nemendur sem uppfylla ákveðna þjálfunar- og mætingarskyldu)


E hópar: 2-9x í viku, 60-75 mín, 16+ ára('01+)

E hópur vinnur í grunntækniatriðum en í flóknari útsetningu en hjá yngri hópunum. Ásamt því að vinna hringjaæfingar og stökk úr horni fá nemendur meiri styrktaræfingar en áður til þess að geta framkvæmt skemmtilegri æfingar og dansspor. Ýmsir dansstílar verða kenndir við fjölbreytta tónlist. Allir E hópar eru með 2 fasta tíma á viku en geta bætt við sig neðangreindum tímum að vild.

 • Valtímar í boði fyrir E-hópa (hægt er að velja einn eða fleiri):
  • Liðleiki, 60 mín  Langar þig að komast í spíkat? Vilt þú ná að klóra þér í eyranu með fætinum? Þá er þetta tíminn fyrir þig! Þessir tímar eru búnir að vera vinsælir hjá okkur í mörg ár! Í þessum tíma verður hitað vel upp og verður svo áherslan lögð á splitt, spíkat og baksveigju. Það er minni hætta á meiðslum ef að dansarar (og íþróttafólk almennt) tekur sér góðan tíma í að teygja.
  •  Street tími, 60 mín Til að auka við fjölbreytnina og þjálfa upp fjölhæfni dansnemendanna þá bjóðum við upp á street sem valtíma þar sem hip hop er tekið fyrir ásamt því að gestakennarar koma við með house og annað skemmtilegt.
  • DansFever, 60 mín Hér er lögð áhersla á að dansa og vinna í sviðsframkomu, ákveðnari líkamsbeitingu, sjálfsöryggi og útgeislun á sviði. Þessir tímar eru frábærir fyrir dansþyrsta nemendur, því að þetta eru 100% danstímar! Tekin er stutt upphitun (c.a. 10 mín.) og svo er bara dansað eftir það. 
  • Ballett, 60 mín Klassískur ballett er nauðsynlegur fyrir þá sem vilja ná góðri undir stöðu í nánast öllum dansstílum. Nemendur verða kynntir fyrir orðaforða klassíska ballettsins og þeim kennt að nota hann við útfærslur o.fl. Farið er í líkamsstöðu, samhæfingu hreyfingar og tónlistar, líkamsbeitingu og æfðar verða mismunandi áttir. Markmið timana er að nemendur kynnist grunni klassíska ballettsins auk þess að bæta kraft í stökkum, gera uppbyggilegar tækniæfingar, auka sjálfsaga og þróa með sér dansgleði.
  • Contemporary, 75 mín Þessir tímar eru frábærir fyrir þá sem vilja bæta danstækni sýna og þá sérstaklega gólf tækni. Öðruvísi tímar sem hafa verið mjög vinsælir hjá okkur seinustu ár. Við vinnum með floorwork, snerpu, flæði og spuna.  Tæknin byggir á mikilvægi öndunar í hreyfingu, sterkri miðju, stöðugu baki og efri líkama og notkun contraction and release sem hvata hreyfinga. Lögð er áhersla á að nemendur þjálfi upp sterkan og stæltan líkama jafnframt því að þroska sköpunargáfu sína. Æðislegir tímar!
  • FimFit, 60 mín  Hér verðu sko svitnað! Þetta er tími fyrir alla sem vilja bæta þol og styrk. Nemendur gera krefjandi og skemmtilegar styrktar og þrekæfingar sem hjálpa mikið þegar kemur að dansinum.
  • Female Funk, 60 mín Þetta eru algjörir skvísu tímar! Tímarnir verða byggðir upp á commercial dansstílnum og verða kenndar skemmtilegar rútínur í anda Beyoncé. Unnið að karakter, sviðsframkomu, réttri skilgreiningu á dansstílnum og sjálfsöryggi. Tímar sem engin skvísa má láta framhjá sér fara!  

Nemendur í D/E hópum* taka árlega þátt í sumardansferð og var til dæmis farið til London 2011, 2012, 2014 og 2017, New York 2013 og 2015 og  Malmö 2016 . Þetta felur í sér mikla fjáröflun og taka nemendur þátt í ýmsum danssýningum og fleiru til að safna fyrir ferðinni. (*nemendur sem uppfylla ákveðna þjálfunar- og mætingarskyldu)

VERÐSKRÁ '17-'18

Verðskráin sýnir verð á danstímum fyrir eina önn

 

A hópar, Strákahópur og Dansrækt

A-hópar eru börn fædd '12-'13

 • 1x 60 mín
 • Foreldratímar
 • Jólasýning
 • Vorsýning
Kr.20900
Skráning!

B+C+D+E

Almennt dansnám

 • 2x 60-75 mín
 • Foreldratímar
 • Jólasýning
 • Vorsýning
 • Dansferðir Workshop……. Margt fleira!
Kr.35900
Skráning!

Valtímar

Útlistun hér ofar

 • DansFever
 • Ballett
 • Liðleiki
 • DisneyFever 
 • Street
 • FimFit
 • Contemporary
 • Female Funk 
 • Leiklist
Kr.9000
Skráning!
*Staðfestingargjald á plássi er kr.7.900 og fellur ekki undir endurgreiðslu

*Gengið er frá greiðslufyrirkomulagi eftirstöðva áður en önnin hefst

*Hægt er að skipta greiðslum upp í gegnum Netgíró

*Systkina afsláttur er 20% af grunngjaldi annars nemanda (sem sagt ekki af valtímum)

*Verðskráin sýnir verð á danstímum fyrir eina önn

*ATH! Valtímar eru 11 tímar á hvorri önn, burtséð frá lengd annarinnar. Aukaæfingar eru mögulega settar inn ef viðkomandi valtími er með sýningaratriði.

Hver valtími kostar kr.9.000 fyrir önnina og er því heildarverðið eftirfarandi fyrir eina önn:

1 valtími: kr.44.900 pr.önn – samtals 3x í viku

2 valtímar: kr.53.900 pr.önn – samtals 4x í viku

3 valtímar: kr.62.900 pr.önn – samtals 5x í viku

4 valtímar: kr.71.900 pr.önn – samtals 6x í viku

5 valtímar: kr.80.900 pr.önn – samtals 7x í viku

6 valtímar: kr.89.900 pr.önn – samtals 8x í viku

7 valtímar: kr.98.900 pr.önn – samtals 9x í viku

 

(11 stk pr.önn)