Árangur – dansvísir

Við viljum öll ná árangri og til lengri tíma litið þá eru það bara örfá atriði sem þarf að hafa í huga.

 

Ástundun og aftur ástundun

Ásta BæringsTil að verða góður þá þarf að mæta vel og æfa sig heima. Dans snýst um að gera hlutina betur og betur og svo enn betur áður en farið er að æfa flóknari hluti. Þannig sköpum við sterka og agaða dansara. Eins og við segjum oft – það er lítið varið í að gera fjórfaldan hring ef að hann er illa framkvæmdur 🙂

 

Mæting í tíma

Það sem gerir dansinn kannski frábrugðinn öðrum íþróttagreinum er að hópurinn er háður því að allir mæti vel. Ef nemandi missir af tíma þá getur kennari ekki kennt efnið frá fyrri tíma frá grunni þótt hann fari í upprifjun – því er gott að nemendur hjálpist að ef að einhver hefur misst af tíma.
Einnig þarf að hafa í huga að kennarar nota mikinn tíma í að skipuleggja dansatriði og mynstur og því afar mikilvægt að allir mæti svo að hópurinn geti framkvæmt atriðin sem skyldi.
Ásta Bærings

Æfingar heima

Það er alltaf gott að æfa sig heima. Kennarar leiðbeina til dæmis dansnemendum um hvernig teygjur er hægt að gera heima og eftir leikfimi í skólanum. Svo er gaman að ýta húsgögnunum aðeins til hliðar heima og fara yfir dansana eða jafnvel að semja sinn eigin dans.

Við hvetjum forráðamenn til þess að efla nemendur í að æfa sig heima.

 

Heilbrigður og flottur lífsstíll

Með góða orku verður allt skemmtilegra og auðveldara.

 • Drekka mikið vatn
 • Grænmeti og ávextir eru algerlega málið og gefa betri orku en sælgæti
  • Muna að borða ca.2 klst fyrir æfingar og mæta með vatnsbrúsa
 • Sinna bæði líkama og sál
  • Hreyfa sig og teygja…líka utan æfinga
  • Nudda þreytta vöðva og huga vel að meiðslum til að koma í veg fyrir símeiðsli
  • Slaka á..andlega hliðin þarf á því að halda stundum 🙂
 • Jákvæðni 🙂