Reisuhópur

✈ ✈ ✈

R-eisuferðin er fyrir nemendur í þremur árgöngum* (15, 16 og 17 ára) og er ávallt farið erlendis í ca.1 viku í krefjandi dansferð. Helstu staðirnir sem við lítum til eru London, Nice í Frakklandi, Malmö og New York.Ferðarnar eru ekki alltaf eins þar sem misjafnt er hvort nemendur sækja opið dansstúdíó eða skipulögð námskeið. Einnig er misjafnt hvaða kröfur eru gerðar til nemenda sem fara í ferðina en það fer eftir því hvert er farið og hvaða dansstúdíó er sótt.DansKompaní hefur bæði farið í ferð með ákveðnum kröfum en einnig farið í ferðir sem opin var öllum – þetta fyrirkomulag tryggir að allir komast einhvern tímann í ferðirnar og gerir okkur líka kleift að fara í þyngri ferðir fyrir þá nemendur sem komnir eru lengra.Ferðarnar eru mjög skemmtilegar með hita, svita, harðsperrum og stóru brosi. Nemendur stunda fjáröflun af krafti allan veturinn áður en farið er í ferðina í maí/júní.* Yngst –  nemendur á fimmtánda aldursári, þ.e. á öðru ári í D-hóp,
* Elst – nemendur á sautjánda aldursári þ.e. á fyrsta ári í E-hóp.

 

Myndir frá dansferðinni til New York 2013

Myndir frá undirbúningi og London ferð 2012

Myndir og smá ferðasaga frá London 2011