Sérlausnir/Hópaskemmtun

Það er frábær skemmtun að koma og taka dansspor með okkur. Við tökum reglulega á móti starfsmannahópum, gæsapartíum, steggjateitum, brúðhjónum, já og brúðkaupsgestum sem vilja mæta með atriði til að gleðja brúðhjón.

Við sérsníðum dansuppákomuna við hvert tækifæri:

  • Viltu hafa ákveðið þema í dansskemmtuninni?
    Diskó? Kúrekadans? 80s? 90s? Þú bara nefnir það og við komum með efnið!
  • Viltu ákveðið lag?
    Segðu okkur hvaða lag og við meira að segja klippum það og búum til heilsteypt “dansatriði” fyrir hópinn!
  • Veistu ekkert hvað þú vilt?
    Engar áhyggjur, segðu okkur bara nánar frá því hvernig fólkið er í hópnum (fjöldi, aldur, kynjaskipting oþh) og við tökum málið í okkar hendur og komum ykkur skemmtilega á óvart.

Við höfum bæði verið að taka að okkur skemmtanir sem hafa verið í eitt skipti og allt uppí 5 skipti. Hópar sem hafa verið að taka nokkur skipti hafa ýmist verið að læra dans til að sýna (brúðhjón, starfsmannahópar oþh.) en einnig höfum við fengið til okkar saumaklúbba sem hafa viljað skemmta sér með því að taka nokkra danstíma saman.

Sendu okkur línu á danskompani@danskompani.is og við svörum um hæl.