Stóra dansferðin

Stóra dansferðin er í boði fyrir nemendur í C-hópum annars vegar og nemendur í D-hópum hins vegar. Taka skal fram að nemendur í C og D munu bæði taka aðskilda danstíma sem og vera með aðskilda svefnaðstöðu þar sem um tvo mismunandi aldurshópa er að ræða.Ferðin er frábært tækifæri fyrir nemendur til að kynnast nýju dansumhverfi og soga í sig nýja danstakta frá skemmtilegum gestakennurum. Ferðin býður ekki bara upp á lærdómsríkt umhverfi heldur frábæra upplifun sem skilur eftir sig skemmtilegar minningar með dansfélögunum :)*Innifalið: Rúta (fram og tilbaka), 3-4 danstímar (bæði lau og sun), kvöldmatur og kvöldvaka á lau, gisting í eina nótt, morgunmatur og kaffitími á sun, sundferð, umsjón starfsmanna með nemendum.

Dæmi um uppbyggingu Reykjavíkurdansferðarinnar:

  • Lagt af stað um hádegisbil á laugardegi með rútu frá DansKompaní
  • 3-4 danstímar á laugardeginum sem og sunnudeginum
  • Eingöngu spennandi gestakennarar
  • Nýjir dansar
  • Flottir dansstílar
  • Ath! Sér dagskrá fyrir stelpur og stráka

Allar fyrirspurnir velkomnar í s.773 7973 eða í gegnum danskompani@danskompani.is.

*Lágmarksþátttaka er 50 manns.