ERIC CAMPROS
W O R K S H O P
ERIC CAMPROS
Eric John Campros hefur átt fjölbreyttan feril sem dansari, danshöfundur og kennari.
Hann kom fram á Broadway í söngleikjunum Grease og A Chorus Line ásamt því að dansa á tónleikaferðalögum með Backstreet Boys, Aaliyah og Usher. Eric hefur einnig dansað með Britney Spears og Lil Kim.
Hann hefur unnið sem danskennari og danshöfundur út um allan heim en þó helst í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Kína, Japan og Kanada.
Í dag vinnur Eric við alþjóðlegu glæpaseríurnar Law and Order: Organized Crime og Law and Order: SVU sem hreyfihönnuður (movement coordinator) ásamt því að kenna hjá Broadway Dance Center í New York
Um er að ræða opið workshop þar sem allir eru velkomnir. Þetta er eitthvað sem enginn dansari ætti að láta framhjá sér fara.*
NÁMSSTYRKUR
Eric mun verðlauna einn dansara sem mætir á workshopið með námsstyrk á sumarnámskeið í New York næsta sumar en styrkurinn er að verðmæti 500 dollara sem eru tæplega kr.70.000 á núverandi gengi. Námskeiðið verður haldið 1.-3.ágúst og munu dansarar æfa í átta klukkustundir á dag í þrjá daga. Dansstílar sem kenndir verða eru Commercial Jazz, Contemporary og Ballett ásamt því að fá að læra hjá gestakennara úr söngleikjaheiminum.
Hvenær?
24.nóvember
Klukkan hvað?
10-12 ára kl.12-15
13-18+ ára kl.15-18
Hvar?
DansKompaní, Brekkustíg 40 í Reykjanesbæ
Hvað kostar?
Kr.8.000
*Ef uppselt verður á workshopið hafa nemendur DansKompaní, sem skrá sig fyrir 17.nóvember, forgang.