

FORELDRAFÉLAG
DANSKOMPANÍ
STJÓRN FORELDRAFÉLAGS DANSKOMPANÍ
DANSÁRIÐ 2024-2025
Formaður: Helena Bjarndís Bjarnadóttir
Varaformaður: Þórdís Lúðvíksdóttir
Gjaldkeri: Nerea Einarsdóttir
Ritari: Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir
Meðstjórnandi: Arna Oddgeirsdóttir
Meðstjórnandi: Helena Hauksdóttir Jacobsen
Meðstjórnandi: Rósa Jóhannsdóttir

Félagið heitir Foreldrafélag DansKompaní – skammstöfun FFD
• Aðalfundur skal haldinn í upphafi hvers dansárs fyrir 1. október. Aðalfund skal boða skriflega
með tölvupósti eða í gegnum Sportabler með 10 daga fyrirvara til að hann sé löglegur. Senda
skal boð með dagskrá fundarins.
• Á aðalfundi er meðal annars flutt skýrsla fráfarandi stjórnar, lagðir fram reikningar , kosin
stjórn samkvæmt lögum félagsins og gengið frá lagabreytingum ef einhverjar eru.
• Stjórn félagsins skal skipa 5 – 7 einstaklinga, formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari og 2-3
meðstjórnendur. Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund skal stjórn skipta með sér verkum og
skipa formann, varaformann, gjaldkera og ritara. Tilkynna skal félagsmönnum um niðurröðun
stjórnar eins fljótt og kostur er.
• Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi og kjörtímabilið er 1 ár.
• Á aðalfundi skal dansárið og skipulag skólans vera kynnt af stjórnanda skólans og kennarar
skólans kynntir fyrir foreldrum.
• Markmið FFD er að huga að velferð nemenda, stuðla að samvinnu og samheldni meðal
foreldra og efla hag Danskompaní.
• Stjórn FFD skal skipa fulltrúa fyrir hvern heimahóp. Fulltrúar hvers aldurflokks skulu
skipuleggja hópefli í samráði við stjórn FFD sem þó kemur ekki í staðin fyrir viðburði DK.
• Félagar í FFD teljast allir forráðamenn nemenda skólans.
• FFD mun skipa í stjórn fjáröflunarnefndar fyrir Dance World Cup sem heldur utan um
keppnislið Danskompaní. Auk þess að skipa í aðrar fjáraflanir eftir verkefnum. FFD hefur
yfirumsjón með fjáröflunum sem tengjast Danskompaní.