top of page

LEIKLIST

D1 og leiklist_12.jpg
Vorsýning 06.05.23 2433-Enhanced-NR.jpg

LEIKLIST
 

Leiklistartímarnir eru fjölbreyttir og skapandi þar sem markmiðið er að efla leikræna tjáningu, styrkja sjálfstraust og örva sköpunargáfu. Við skipuleggjum valtímann í þremur aldurshópum til að tryggja að hver nemandi fái kennslu sem hæfir hans þroskastigi og áhuga.

 

Leiklist B-hópar (6-9 ára)

Fyrir yngstu nemendurna okkar er leiklistarnámið fyrst og fremst í formi leikja og einfaldra æfinga sem miða að því að örva ímyndunarafl þeirra og byggja upp sjálfstraust. Kennslan snýst um að kynna grunnatriði leiklistar í gegnum leiki, sögur og skapandi verkefni. Við leggjum áherslu á samvinnu, tjáningu og gleði í náminu. Nemendur læra að beita rödd sinni, tjá tilfinningar og þróa persónusköpun á skapandi hátt.

 

Leiklist C-hópar (10-12 ára)

Fyrir nemendur í C-hópum byrjar kennslan að verða dýpri með áherslu á grunnatriði leiktækninnar. Í þessum aldurshópi fá nemendur tækifæri til að þróa leiklistarkunnáttu sína með því að vinna með senur, karakterþróun og grunnatriði í sviðsetningu. Við kennum nemendum aðferðir til að túlka texta, vinna með raddbeitingu, líkamsburð og samskipti á sviði. Markmiðið er að efla sjálfstraust og tjáningarhæfni, ásamt því að auka skilning á leiklistinni sem listformi.

 

Leiklist D&E-hópar (13 -15 ára og 16+ára)

Eldri nemendur fá dýpri þjálfun í tæknilegum þáttum leiklistarinnar. Við einblínum á þróun leikarafærni með sérhæfðari æfingum sem innihalda persónusköpun, textatúlkun, sviðshreyfingu og framkomu. Nemendur fá tækifæri til að læra aðferðir til að greina og þróa leikhúsverkefni frá hugmynd til fullbúinnar sýningar. Áhersla er lögð á að byggja upp sjálfstraust, einbeitingu og leikræna tjáningu í gegnum krefjandi verkefni sem styðja við persónuþroska og sköpunarkraft hvers og eins.

 

 

Kennslan okkar leggur ríka áherslu á tæknileg atriði leiklistarinnar eins og rödd, líkamsburð og sviðsframkomu. Við notum fjölbreyttar kennsluaðferðir til að tryggja að hver nemandi fái það sem hann þarfnast til að blómstra. Í gegnum leiklistarnámið lærir hver nemandi að treysta á eigin hæfileika, taka á móti endurgjöf og vinna bæði sjálfstætt og í hóp. Markmiðið er að styrkja einstaklinginn, ekki aðeins sem leikara heldur einnig sem skapandi og sjálfstæða manneskju.

Klæðnaður í tíma

- Nemendur eru í tásugrifflum, á tánum eða í sokkum

- Einlitum buxum sem hefta ekki hreyfingar

- Einlitri peysu sem hefta ekki hreyfingar

- Ef nemandi er með sítt hár þarf að taka það snyrtilega frá andliti

Þessi tími er fyrir nemendur í

Nemendur í:

B - Hópum

C - Hópum

D&E-Hópum

bottom of page